Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Tvíburar undir sama þaki

Tvíburar 2016 vs.2002 (mynd Erna og Sonja)
Tvíburar 2016 vs.2002 (mynd Erna og Sonja)
1 af 2

Í dag komu skemmtilegir "gamlir" nemendur í heimsókn á elsta stig en systkinin Birna og Dagur Steinarsbörn kíktu inn á gamla skólafélaga og vini. Okkur fannst því gráupplagt að taka mynd af þrennu tvíburapörunum sem eru öll í 10. bekk (Birta og Guðlaugur Daníelsbörn í G.Þ. Caroline og Jeremy Jóhannesarbörn G.Þ og svo Birna og Dagur Steinarsbörn Grunnskólanum á Álftanesi).

Efri hluti myndarinnar var tekin þegar þau voru á leikskólanum Laufás (sjá skemmtilega frétt frétt síðan 2002, 14 ára gamla) en þá voru 5 tvíburar í leikskólanum. Þessir krakkar komu einnig einhvern tíman í sjónvarpið þegar þau voru í 1. eða 2. bekk og höfðu gaman af því að rifja það upp í dag. Þau héldu að það væru 8 ár síðan þau hefði öll verið í skólanum á sama tíma http://www.mbl.is/frettir/innlent/2002/10/31/fimm_por_tvibura_a_leikskolanum_a_thingeyri/

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 26. apríl 2016

Sigga Dögg-Kynfræðsla

1 af 3

Mánudaginn 25. apríl fengum við góða gesti í heimsókn í skólann. Elsta stig Grunnskóla Suðureyrar kíkti í heimsókn og fengu þau ásamt nemendum á elsta stigi hér einkar skemmtilegan fyrirlestur og spjall með Siggu Dögg kynfræðingi. Rætt var um kynlíf, kynhneigð og getnaðarvarnir svo eitthvað sé nefnt. Við hvetjum foreldra til að nýta tækifærið og ræða við börnin sín um fyrirlesturinn og kynlíf almennt.

Takk fyrir komuna Sigga Dögg og nemendur á  SuðureyriSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 20. apríl 2016

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

1 af 2

Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri þakkar nemendum og foreldrum fyrir veturinn, sem og velunnurum og Dýrfirðingum öllum. Það er extra löng helgi vegna starfsdags, sumardags og vetrarfrís. Við hvetjum alla til að njóta upphafs sumars og minnum á heimalestur. Við tekur svo síðasta lotan en það eru bara rúmar 5 vikur eftir af þessu skólaári. 

Gleðilegt sumar Wink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 13. apríl 2016

Sæl eftir skíðadag

Það voru þreyttir en sælir nemendur sem fóru heim úr skólanum sl. mánudag en þá fóru nemendur og starfsfólk skólans á skíði á Skíðasvæði Ísafjarðar. Segja má að þetta hafi verið síðasti séns því snjórinn minnkar hratt í blíðunni þessa daga. Um 130 nemendur og kennarar voru saman á skíðum en dagurinn var sameiginlegur með Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík. Enginn slasaðist, heldur skein gleðin úr hverju andliti sem brosti á móti sólinni annað hvort á sleðum, bretti eða skíðum. Við viljum þakka starfsfólki skíðasvæðisins fyrir frábæra þjónustu og hinum skólunum fyrir daginn. Stemmningin náðist á nokkrum myndum sem fylgja fréttinni ásamt myndbandi sem Jón tók saman af groprovél sem hægt er að skoða hér Laughing

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 8. apríl 2016

Hjólakveðja

Nemendur í 1-7. bekk fengu fræðslu um slysavarnir og hjálma í dag
Nemendur í 1-7. bekk fengu fræðslu um slysavarnir og hjálma í dag
1 af 2

Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.


 

...
Meira
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 6. apríl 2016

Samfélagsfræði, leiklist og sköpun í góða veðrinu

Víkingasvæðið hentar vel við gerð stuttmyndarinnar
Víkingasvæðið hentar vel við gerð stuttmyndarinnar
1 af 3

Veðrið er aldeilis búið að vera fallegt í vikunni og ekki hægt að segja annað en að "vorfílingurinn" sé farinn að kvikna í nemendum Grunnskólans á Þingeyri. Á mánudaginn nýttu nemendur á meiriháttar mið stigi blíðuna til að fara út og taka upp og leika þátt úr Snorra sögu. Nemendur eru að læra um Snorra Sturluson í samfélagsfræði og eru búin að vera fá sýn af uppvaxtarárum og ævintýralegu lífi hans og fólks á miðöldum. Nemendum var skipt upp í 2 hópa sem áttu að leika þátt úr sögu Snorra. Til þess styðjast nemendur við söguna og nota spjaldtölvur. Gaman og spennandi verður að sjá verkefnin Wink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 1. apríl 2016

Skemmtilegt bekkjarkvöld á yngstastigi

Nemendur í 1.-2. bekk á bekkjarkvöldi
Nemendur í 1.-2. bekk á bekkjarkvöldi
1 af 6

Í byrjun mars sl. hélt yngsta stig rosalega velheppnað bekkjarkvöld. Á bekkjarkvöldið buðu nemendur og umsjónarkennari foreldrum/ömmum og öfum í skólann. Nemendur höfðu valið sér hlutverk fyrir kvöldið, einhverjir sáu um að vera kynnar og aðrir voru umsjónarmenn leikja og spyrlar. Farið var meðalannars í hlutaleik, dansað með appelsínu "á milli" og spurninga leikinn Kahoot. Hver og einn kom svo með meðlæti á ávaxta,-grænmetisbakka eða öllu heldur borð því úr varð hið girnilegasta hlaðborð. Viðburðurinn tókst rosalega vel og allir skemmtu sér konunglega, börn og fullorðnir. Nokkara myndir fylgja fréttinni sem fönguðu stemmninguna.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 29. mars 2016

Blár apríl - klæðumst bláu 1. apríl

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfarin ár er það BLÁR APRÍL – Styrktarfélag barna með einhverfu, sem stendur fyrir deginum.

Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og fá landsmenn alla til að sýna einhverfum stuðning sinn. Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra og virða framlag þeirra til samfélagsins. 

Síðustu ár hafa flestir skólar landsins og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tekið þátt í bláa deginum með því að hafa bláa litinn í fyrirrúmi. Margir hafa brugðið á það ráð að setja myndir á instagram og facebook og merkja þær með myllumerkinu #blarapril sem hefur gætt daginn skemmtilegum blæ og hjálpað til við að breiða út þennan jákvæða boðskap.

 

Grunnskólinn á Þingeyri ætlar að taka þátt!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 18. mars 2016

Gleðilega Páska

Páskakanína eftir Nönnu Björg í 1. bekk
Páskakanína eftir Nönnu Björg í 1. bekk
1 af 7

Nú er að hefjast kærkomið páskaleyfi í skólanum. Það er búið að vera mikið fjör í kringum árshátíðina sem haldin var núna 17. mars sl. Nemendur á öllum stigum stóðu sig frábærlega og ekki annað hægt að heyra á foreldrum og gestum sýninganna að þeir hafi skemmt sér konunglega. Einnig eiga kennarar og Guðrún og Jón kærar þakkir skilið fyrir alla þjálfun og aðstoð. Það er ómetanlegt fyrir skólastarfið að vera ríkt af skapandi fólki, ungum og öldnum . Einnig þökkum við Leikskólanum Laufás og flottustu indíjánunum fyrir frábært atriði Smile

 

Í morgun spiluðu allir PáskaBingÓ "á sal" stemmninguna má sjá á meðfylgjandi myndum. Markmið leiksins var að hafa gaman saman og samgleðjast með þeim sem vinna.

 

Skóli hefst aftur eftir páskaleyfi 29. mars samkv. stundaskrá.

Gleðilega páska

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 16. mars 2016

Árshátíð G.Þ. 17. mars

Kóngur, drottning, prinsessa og prins koma m.a. fram í leikritinu Froskaprinsinn
Kóngur, drottning, prinsessa og prins koma m.a. fram í leikritinu Froskaprinsinn
1 af 3

Árshátíð G.Þ. 2016 verður fimmtudaginn 17. mars. Fyrri sýning verður kl. 10, Leikskólinn Laufás verður með atriði og boðið verður upp á ávexti í hléi. Seinni sýning verður kl. 20, elsta stig verður með sjoppu í hléi, ágóði rennur í ferðasjóð þeirra. 

Þemað í ár er ævintýri með dass af gríni og alvöru. Hvert stig er með "sitt" atriði og lögð er áhersla á að hafa gaman og vinna saman=gleði. Allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyri er 1500kr 16 ára og eldri 😀

Upplýsingar um mætingar nemenda senda umsjónakennarar í tölvupósti.

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón