Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Tvíburar undir sama þaki

Tvíburar 2016 vs.2002 (mynd Erna og Sonja)
Tvíburar 2016 vs.2002 (mynd Erna og Sonja)
1 af 2

Í dag komu skemmtilegir "gamlir" nemendur í heimsókn á elsta stig en systkinin Birna og Dagur Steinarsbörn kíktu inn á gamla skólafélaga og vini. Okkur fannst því gráupplagt að taka mynd af þrennu tvíburapörunum sem eru öll í 10. bekk (Birta og Guðlaugur Daníelsbörn í G.Þ. Caroline og Jeremy Jóhannesarbörn G.Þ og svo Birna og Dagur Steinarsbörn Grunnskólanum á Álftanesi).

Efri hluti myndarinnar var tekin þegar þau voru á leikskólanum Laufás (sjá skemmtilega frétt frétt síðan 2002, 14 ára gamla) en þá voru 5 tvíburar í leikskólanum. Þessir krakkar komu einnig einhvern tíman í sjónvarpið þegar þau voru í 1. eða 2. bekk og höfðu gaman af því að rifja það upp í dag. Þau héldu að það væru 8 ár síðan þau hefði öll verið í skólanum á sama tíma http://www.mbl.is/frettir/innlent/2002/10/31/fimm_por_tvibura_a_leikskolanum_a_thingeyri/

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón