Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 24. október 2016

Einleikur um hugrekki og vináttu

Börnin á Laufási og G.Þ. með Oddi leikara
Börnin á Laufási og G.Þ. með Oddi leikara
1 af 2

Sl. fimmtudag fóru nemendur í 1. bekk og elstu nemendur leikskólans í leikhúsferð til Ísafjarðar. Um var að ræða leiksýningu í Edinborgarhúsinu sem Þjóðleikshúsið bauð á. Leikritið sem krakkarnir sáu heitir Lofthræddi örninn Örvar. Oddur Júlíusson er leikari sýingarinnar og Björn Ingi Hilmarsson er leikstjóri.

Örvar er örn sem er svo skelfilega óheppinn að vera lofthræddur.

Hann þráir heitt að geta flogið óhræddur um loftin blá og með hjálp vinar síns músarrindilsins reynir hann að yfirvinna óttann. Þjóðleikhúsið frumsýndi sýninguna í Vestmannaeyjum þann 6.október sl.  og hóf að henni lokinni í hringferð um landið og býður börnum á sýninguna þeim að kostnaðarlausu.

Takk kærlega fyrir okkur Smile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 19. október 2016

Bleikur dagur-bleikur október

Yngstastig á bleikum degi
Yngstastig á bleikum degi
1 af 6

Nemendaráð skólans hvatti nemendur og starfsfólk skólans til að koma í einhverju bleiku miðvikudaginn 19. október til að minna alla á átakið bleika slaufan. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Margir tóku þátt og myndaðist skemmtileg bleik stemmning í skólanum í dag 😊

Þeir sem vilja leggja átakinu lið geta skoðað eftirfarandi slóð: https://www.bleikaslaufan.is/?gclid=CI-1soiv588CFasy0wodQWkG0w

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. október 2016

Fagrir fiskar í sjó

1 af 3

Við erum svo rosalega heppin hér í skólanum með vini úr nær samfélaginu, margir erfa okkur af bókum, einn bakar fyrir okkur kleinur og svo mætti lengi telja. Ólafur Skúlason hefur verið duglegur að hugsa til okkar með því að koma með til okkar ýmiss furðudýr og fiska úr sjó. Óli eins og við köllum hann kom með rauða gaddakrabbann í fyrra og er hann á góðum stað á bókasafninu okkar og er ekkert síðri en merkt listaverk. Í gær kom hann með nokkrar tegundir fiska og stóra fiskabók til að sýna nemendum (sjá tegundir á myndum). Yngstastig ætlar að skoða fiskana betur og nota í listaverk. Takk fyrir að hugsa til okkar Óli það er alltaf gaman að fá þig í heimsókn 😀

 

Minnum á að það er starfsdagur föstudaginn 14. okt, nemendur mæta ekki í skólann!!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 12. október 2016

Íþróttahátíð "litlu"skólanna

Sl. föstudag þá var íþróttahátíð "litlu" skólanna haldinn í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri. 82 nemendur frá Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri. Nemendur, sem allir voru í 1.-7. bekk, léku sér saman í blönduðum hópum á 9 mismunandi stöðvum í íþróttahúsinu. Verkefni stöðvanna voru erftirfarandi: bandý, boccia, skotbolti, stinger, minute to win it þrautir, töfluleikur, limbó, boðhlaup og mennskir pýramídar. Hátíðin tókst rosalega vel og nemendur skemmtu sér konunglega. Markmið hátíðarinnnar er að minna á mikilvægi hreyfingar og hittast og kynnast. Í lok hátíðar hittust allir í pizzu og djús sem allir áttu svo sannarlega skilið. Pizza er uppáhalds matur flestra nemenda á þessum aldri en grófleg könnun var gerð á því þegar nemendur hittust hér í skólanum núna í september. Við þökkum eldri nemendum skólans kærlega fyrir aðstoðina og gestunum fyrir komuna. Hlökkum til að mæta á Flateyri næsta árSmile

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 30. september 2016

Starfsáætlun 2016-17

Starfsáætlun má finna undir
Starfsáætlun má finna undir "Skóli" á greininni hér til hliðar

Starfsáætlun Grunnskólans á Þingeyri hefur verið uppfærð. Áætlunin er birt hér á heimasíðu skólans undir skóli. Fræðslunefnd og skólaráð fara yfir starfsáætlun. Í starfsáætlun eru birtar stefnur og markmið skólans samkvæmt aðalnámskrá. Í starfsáætlun má einnig finna allt um skólahaldið eins og áætlanir og skólareglur. Við hvetjum foreldra og eldri nemendur til að renna yfir þetta til að vera með allt á hreinu og koma með athugasemdir ef einhverjar eru. Stefna skólans er einnig unnin útfrá skólastefnu bæjarfélagsins.

 

Minnum einnig á eineltisáætlunina en hana er hægt að finna ásamt starfsáætlun á tenglagreininni hér til vinstri

Það er mjög mikilvægt að allir skilji hugtakið einelti á svipaðan hátt. Skilgreining skólans á einelti:  einelti er langvarandi ofbeldi, líkamlegt og/eða andlegt sem stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að ákveðnum einstaklingi eða jafnvel einstaklingum. Atferlið er endurtekið og sá sem fyrir eineltinu verður er ekki fær um að verja sig. Tilviljanakennd stríðni, átök og ágreiningur milli jafningja telst ekki til eineltis.

Eitt helsta markmið skólans er að öllum líði vel í skólanum og að allir setji sér markmið til að bæta sig í námi.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 27. september 2016

Skólahlaup 28.9.

Markmið skólahlaupsins er að hvetja nemendur til að æfa hlaup og auka útiveru og hreyfingu
Markmið skólahlaupsins er að hvetja nemendur til að æfa hlaup og auka útiveru og hreyfingu

Miðvikudaginn 28. september ætlum við að hlaupa Norræna skólahlaupið. Hlaupið verður ræst kl. 10:15 frá kirkjunni. Allir fá ávexti eftir hlaup og fara svo í sund. Íþróttir þennan dag verða sameiginlegar meðal allra námshópa. Skóli samkvæmt stundatöflu eftir hádegi.  Allir þurfa að koma með eða vera í íþróttafötum sem henta vel í útihlaup og hafa meðferðis sundföt og handklæði.

Vegalegndirnar eru 2,5 km fyrir yngstu nemendurnar

5 km og 10 km fyrir mið,-og elstastig

Óskir um vegalengdir er einnig hægt að ræða og semja um við íþróttakennara (einstaklingsmiðun)

Nemendur á mið,-og elsta stigi mega hlusta á tónlist á meðan þeir hlaupa kjósi þeir það.

Allir eru velkomnir til að taka þátt í þessum viðburði með okkur

Eitt helsta markmið Norræna skólahlaupsins er að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.Nánar má lesa um skólahlaupið á vef Í.S.Í http://isi.is/fraedsla/norraena-skolahlaupid/

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 27. september 2016

"Safety street"/"Örugg gata

Nemendur að fylgjast með kynningu á verkefninu
Nemendur að fylgjast með kynningu á verkefninu
1 af 4

Skólanum gafst það skemmtilega tækifæri að vinna með 4 frábærum ungum landslagsarkitektum frá Ítalíu. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa voru á Þingeyri í rúman mánuð á vegum kaffihússins og verkefnum því tengdu. Í samstarfi við skólann urðu til hugmyndir af öruggu og hamingjusömu umhverfi og til varð tilrauna verkefnið "Safety street" eða "Örugg gata". Verkefnið á að minna ökumenn á að hér er skóli og börn við leik og störf og minna ökumenn á hraðatakmarkanir. Hugmyndin er að fyrir framan skólann verður gatan máluð með þríhyrndu mynstri sem nemendur hanna munstur inn í. Því miður hefur veðrið verið of blautt til að mála götur undanfarið en við stefnum á að gera götuna fyrir framan skólann litríka og fallega í vor. Verkefnið er unnið í samvinnu við Ísafjarðrabæ og Vegagerðina með það markmið að draga úr hraða ökutækja.

 

Yngri nemendum gafst einnig tækifæri til að hitta Ítalana og spjölluðu þau saman á ensku. Nemendur komu gestunum og kennurum á óvart og fóru létt með að tjá sig. Gestirnir voru undrandi á starfinu innan skólans og fannst nemendur fá fullt af jákvæðum möguleikum til náms, hvort sem um var að ræða bóklegt eða verklegt nám. Þau sögðu að skólar í Ítalíu ættu að taka okkur til fyrirmyndar. Við vorum auðvitað í skýjunum með þau ummæli og þökkum þeim fyrir komuna og vonumst til að sjá þau aftur.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 19. september 2016

Nemendaráð skólaárið 2016-17

Sl. föstudag var kosið til nemendaráðs skólaárið 2016-17. Nemendur í 7.-10. bekk geta kosið nemendur í 8.-10. bekk sem hafa boðið sig fram í eftirfarandi embætti:

  • formaður
  • ritari
  • gjaldkeri
  • skemmtistjóri 
  • plötusnúður

Kosningin gekk vel og héldu nemendur flottar framboðsræður. Niðurstöður kosninganna urðu að Kristján Eðvald var kosinn formaður, Hanna Gerður ritari, Bríet Vagna gjaldkeri, Ásrós Helga skemmtisjóri og Monika Janina plötusnúður.

Við óskum þeim til hamingju með titlana sína og hlökkum til samstarfsins í vetur :)

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 12. september 2016

Gönguvika

Á Ausudal haust 2015 mið stig
Á Ausudal haust 2015 mið stig

Þessi vika er tileinkuð hreyfingu, hreysti og hollustu. Hver hópur mun fara í gönguferð og í ár er þemað fjöll sem gengið er á til skiptis við dali í fyrra. Yngsta stig gengur frá Brekkuháls upp á Sandafell með Kristínu og Borgný þriðjudaginn 13. september. Mið stig heldur á fjallið Höfða frá Næfranesi hér handan við fjörðinn með umsjónarkennurum sínum, Eddu og Ninnu. Miðvikudaginn 14. september ætlar elsta stig að ganga á Arnarnúp með sínum umsjónarkennara, henni Rakel og Ernu. Fararstjóri í þeirri ferð verður Hákon. Allir foreldrar, ömmur og/eða afar, frændur og frænkur eru velkomin með. Minnum á hollt og gott nesti (í ferðina má taka með sér fernudrykk). Nánari upplýsingar hafa verið sendar heim í gegnum tölvupóst í mentor.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 12. september 2016

Innritun í tónlistaskólann

Nemendur tónlistaskólans árið 2014 eftir vortónleika
Nemendur tónlistaskólans árið 2014 eftir vortónleika

Innritun í tónlistarnám á Þingeyri verður miðvikudaginn 14. sept.

kl. 16-18 í húsnæði Tónlistarskólans í Félagsheimilinu.

Það er gítarleikarinn Jón Gunnar Biering sem verður deildarstjóri og aðalkennari útibús Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri

í vetur.

 

Námsframboðið er fjölbreytt:

Gítar, rafgítar, píanó, hljómborð,

blokkflauta, rafbassi,  trommur, trompet

 

Nánari upplýs. í síma 4508340 (skrifst.) og 6205778 (Jón Gunnar)

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón