Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 12. september 2016

Gönguvika

Á Ausudal haust 2015 mið stig
Á Ausudal haust 2015 mið stig

Þessi vika er tileinkuð hreyfingu, hreysti og hollustu. Hver hópur mun fara í gönguferð og í ár er þemað fjöll sem gengið er á til skiptis við dali í fyrra. Yngsta stig gengur frá Brekkuháls upp á Sandafell með Kristínu og Borgný þriðjudaginn 13. september. Mið stig heldur á fjallið Höfða frá Næfranesi hér handan við fjörðinn með umsjónarkennurum sínum, Eddu og Ninnu. Miðvikudaginn 14. september ætlar elsta stig að ganga á Arnarnúp með sínum umsjónarkennara, henni Rakel og Ernu. Fararstjóri í þeirri ferð verður Hákon. Allir foreldrar, ömmur og/eða afar, frændur og frænkur eru velkomin með. Minnum á hollt og gott nesti (í ferðina má taka með sér fernudrykk). Nánari upplýsingar hafa verið sendar heim í gegnum tölvupóst í mentor.

 

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón