Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. október 2016

Fagrir fiskar í sjó

1 af 3

Við erum svo rosalega heppin hér í skólanum með vini úr nær samfélaginu, margir erfa okkur af bókum, einn bakar fyrir okkur kleinur og svo mætti lengi telja. Ólafur Skúlason hefur verið duglegur að hugsa til okkar með því að koma með til okkar ýmiss furðudýr og fiska úr sjó. Óli eins og við köllum hann kom með rauða gaddakrabbann í fyrra og er hann á góðum stað á bókasafninu okkar og er ekkert síðri en merkt listaverk. Í gær kom hann með nokkrar tegundir fiska og stóra fiskabók til að sýna nemendum (sjá tegundir á myndum). Yngstastig ætlar að skoða fiskana betur og nota í listaverk. Takk fyrir að hugsa til okkar Óli það er alltaf gaman að fá þig í heimsókn 😀

 

Minnum á að það er starfsdagur föstudaginn 14. okt, nemendur mæta ekki í skólann!!

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón