Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 30. ágúst 2017

Hjólakraftur-tómstund

G.Þ. Hjólakraftur og Höfrungur
G.Þ. Hjólakraftur og Höfrungur

Á morgun í TÓMSTUND þurfa þeir sem ætla að hjóla að muna að koma á hjólum í skólann og að sjálfsögðu muna eftir hjálminum á höfuðið. Hægt er að útvega nemendum á elsta stigi hjóli og hjálm að láni. Þeir sem ekki geta hjólað verða í öðrum verkefnum tengdri útvist og hreyfingu á fimmtudögum með Ernu í þessum tímum en Guðrún Snæbjörg sér um Hjólakraft.  TÓMSTUND er verkefni í þróun sem á að stuðla að aukinni hreyfingu og möguleiki til að sinna tómstund á skólatíma í samvinnu við Hjólakraft, Höfrung og vonandi fleiri.

 

Hlökkum til og eigið góðan dag

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 23. ágúst 2017

Innritun í tónlistarnám

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Fimmtudaginn 24. ágúst kl: 16 – 18 verður innritun í tónlistarskólann á Þingeyri í aðstöðu skólans í Félagsheimilinu á Þingeyri.

Sýnt hefur verið fram á að tónlistarnám eykur á færni fólks til að takast á við verkefni í almennu námi. Svo er líka svakalega skemmtilegt að spila tónlist.

Kkv.

Jóngunnar Biering Margeirsson – GSM: 620-5778

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 18. ágúst 2017

Foreldraviðtöl

Hægt að panta tíma í foreldraviðtöl á mentor
Hægt að panta tíma í foreldraviðtöl á mentor

Það er allt á fullu í undirbúning fyrir skólaárið 2017-18 og okkur hlakkar til að skólinn iði af lífi í næstu viku. Eftir skólasetningu þriðjudaginn 22. ágúst verða foreldraviðtöl. Hver nemandi og foreldri/ar hitta umsjónarkennara til að setja sér markmið fyrir fyrstu önnina og ræða skólastarfið. Viðtalið tekur um 15 mín. Hægt er að panta viðtalstíma inn á Mentor. Nýjir nemendur og þeir sem vantar lykilorð velja gleymt lykilorð inn á mentor.is og velja bláu flísina hefst í vinstra horninu. Kennarar eru búnir að senda póst með frekari upplýsingum.

 

Góða helgi, starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 9. ágúst 2017

Skólasetning skólaárið 2017-18

Grunnskólinn á Þingeyri verður settur á sal skólans þriðjudaginn 22. ágúst kl. 10. Eftir setningu hitta nemendur og foreldrar umsjónarkennara í sínum heimastofum. Nemendur fá stundatöflur og skráningar í mötuneyti og fleira fara fram. Eftir setninguna eru foreldraviðtöl þar sem hver nemandi, foreldrar og kennarar fara saman yfir áherslur og markmið. Minnum á skóladagatalið hér

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 18. maí 2017

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri skólaárið 2016-17

Gleði-Virðing-ábyrgð-samheldni
Gleði-Virðing-ábyrgð-samheldni

Skólaslit verða fimmtudaginn 25. maí kl. 15 í Þingeyrarkirkju.

Að lokinni athöfn mun Kvenfélagið Von sjá um kaffisölu í félagsheimilinu. Einnig mun skólasýningin vera á sínum stað „á sal“ í skólanum til kl. 17:30

Á milli kl. 17:30-18:00 sækja nemendur muni sína Smile

 

Allir velkomnir

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 28. apríl 2017

Hvenær er besti tími dagsins til að ala upp barn?

Forvarnafræðsla Magga Stef. Foreldrafundur á Ísafirði miðvikudaginn 3. maí kl. 20
Forvarnafræðsla Magga Stef. Foreldrafundur á Ísafirði miðvikudaginn 3. maí kl. 20

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn þann 03/05 kl. 20:00 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Forvarnarfræðsla Magga Stef verður með fræðslustund í skólanum ykkar þar sem við finnum svar við þessari spurningu, ásamt því að skoða:

  • Uppeldistengd málefni: gildi, hefðir og venjur
  • Hvernig við styrkjum tilfinningagreind og sjálfstraust barna
  • Kannabisplöntuna (hass/gras/weed/vax/olía) og skaðleg áhrif af neyslu.
  • MDMA, Purple Sprite, Kókaín, læknadóp, Blunt, gas, spítt, Spice, K2, Fentanyl, Krókadíl og fleiri efni

Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er gott að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Sjáðu hvað aðrir foreldrar hafa sagt um þessa fræðslu: http://maggistef.is/index.php/um-maggistef

 

Fyrirlesari: Magnús Stefánsson
Vefsíða: maggistef.is

Fjölskylduráðgjafi ICADC/ICPS

Facebook: Forvarnarfræðsla Magga Stef

Tölvupóstfang: [email protected]

 

Við hvetjum alla foreldra til að mæta á fundinn

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 19. apríl 2017

Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Fatasund (neðri mynd elsta stig, efri mynd mið stig)
Fatasund (neðri mynd elsta stig, efri mynd mið stig)

Fimmtudaginn 20.apríl er sumardagurinn fyrsti og frí í skólanum. Fyrsta vika eftir páskafrí er því aðeins 3 dagar en það er skóli á föstudaginn. Veturinn minnir aðeins á sig þennan síðasta dag vetrar með hvassviðri, hagléli og snjókomu. Starfsfólk skólans þakkar fyrir veturinn og óskar öllum gleðilegs sumars🌞

 

Við hvetjum foreldra til að panta viðtalstíma í foreldraviðtöl in inn á mentor og minnum á að úti íþróttir hefjast í maí🤸🏼‍♀️

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 8. apríl 2017

Gleðilega páska

Páskabingó 1-10. bekkur á sal
Páskabingó 1-10. bekkur á sal
1 af 2

Við óskum öllum gleðilegra páska. Á síðasta skóladegi fyrir páskafrí hélt nemendaráð Páskabimgó á sal. Páskabingó er orðin skemmtileg hefð þar sem nemendur þurfa að reyna m.a. á tillitsemi, eftirtekt og að samgleðjast. Það tókst mjög vel að þessu sinni. Kristján Eðvald sá um að snúa "bingóhjólinu" og Ásrós var lesari. Ýmist góðgæti og skraut var í vinning. 

 

Skóli hefst aftur eftir páska leyfi þriðjudaginn 18. apríl. Þá eru 26 skóladagar eftir af þessu skólaári til að sinna verkefnum sem eru ólokin og ná markmiðum 😊

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 3. apríl 2017

Blár dagur 4.apríl

Blár apríl í fyrra
Blár apríl í fyrra

Þriðjudaginn 4. apríl ætlum við að koma í einhverju bláu í skólann í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Við hvetjum foreldra til að vera með og ræða og fræða börn sín um einhverfu.

 

Markmið dagsins er að fá landsmenn alla til að sýna einhverfum börnum stuðning og fræðast um einhverfu..

 

Við fögnum fjölbreytileikanum og ætlum að setja bláan skemmtilegan blæ á daginn og breiða út jákvæðan boðskap.

Fleiri upplýsingar og fræðslumyndband er að finna á www.blarapril.is

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 27. mars 2017

Vor, hjól og fyrirmyndir

Munum að vera með hjálm þegar við erum að hjóla
Munum að vera með hjálm þegar við erum að hjóla
 
Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott samstarf við heimili nemenda næst. Hlutverk heimilanna í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.
 
Við hvetjum ykkur til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo fækka megi bílum sem aka að skólanum á morgnana. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi.
 
Núna fara fleiri nemendur að koma á reiðhjólum í skólann. Gæta þarf að því að öryggisbúnaður þeirra sé í lagi sem og notkun reiðhjólahjálma. Á þessari síðu er hægt að skoða fræðslumyndbönd um hjólreiðar http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/og í þessum ágæta bæklingi er m.a. hægt að fræðast um atriði sem hafa ber í huga varðandi hjólreiðahjálma https://www.landsbjorg.is/assets/myndir/umferd/us-hjalmar%20baeklingur%20lok%202006.pdf.
 
Á náms- og fræðsluvefnum www.umferd.is er svæði ætlað foreldrum/forráðamönnum.
« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón