Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 16. september 2014

Yngsta stig í gönguvikunni

1 af 3
Í gönguvikunni héldu allir hópar á fjöll og yngsta stig gekk á "öxl". Nemendum var keyrt inn að spennistöð inn að Skeiði. Þar héldu nemendur upp á hrygginn sem er á milli Brekkuháls og Brekkuhorns. Þar er útsýni ægifagurt og allir voru kampakátir með ferðina. Veðrið var milt og gott og lánaðist ferðin mjög vel. Krakkarnir týndu ber sem þau borðuðu saman í heimilisfræðitímanum daginn eftir og fóru í ýmsa leiki á toppnum:) "Toppurinn" mældist 180 m yfir sjávarmáli.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 9. september 2014

Miðstig á Mýrarfell

Nemendur og kennarar á toppnum
Nemendur og kennarar á toppnum
1 af 6

Síðastliðinn miðvikudag gengu nemendur á miðstigi ásamt nokkrum foreldrum, afa og umsjónarkennurum sínum á Mýrarfellið. Veðrið var mjög gott og útsýnið alveg meiriháttar. Allir nemendur voru sér og foreldrum sínum til sóma. Óhætt að segja að allir hafi fyllt á orkutanka sína í ferðinni og sogið í sig orkuna úr fjöllunum í kring ásamt því að upplifa fegurð fjarðarins. Látum nokkrar myndir fylgja fréttinni sem lýsa betur stemmningunni:)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 8. september 2014

Dagur læsis

Sameinuðu þjóðirnar gerðu 8. september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á degi læsis er fólk, hvar sem er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja læsisviðburði. Það má gera með því að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta. Í Grunnskólanum á Þingeyri lesa nemendur á hverjum degi, þar sem 10-15 mín. af kennslustund eru notaðar í "yndislestur". Á degi læsis hvetjum við alla nemendur okkar að setja sér markmið varðandi lestur og lesa sér meira til ánægju. Allir námshópar hafa fengið dagbók undir markmið, áform, heimalestur og fleira. Á degi læsis er heppilegt að hvetja til heimalesturs og minnum við á að skrá lesturinn í bækurnar. Einnig er hægt að halda bókalista yfir þær bækur sem búið er að lesa. Við viljum líka minna á bókasfnið á Ísafirði en þangað er gaman að fara og allir nemendur geta fengið bókasfnskort sem kostar ekkert fyrir þá sem aldrei hafa fengið kort (þeir sem hafa glatað korti þurfa að greiða 400 kr. fyrir nýtt). Safnið er opið frá 13-18 alla virka daga og 13-16 á laugardögum.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 4. september 2014

Gönguferð á hæsta fjall Vestfjarða

"Horft yfir Meðaldal"
1 af 4
Nemendur á elsta stigi skólans fóru í fjallgöngu upp á Kaldbak í dag ásamt einum umsjónarkennara sínum og 4 "sjerpum". Keyrt var inn Kirkjubólsdal upp í skarðið þar sem Kirkjubólsdalur og Fossdalur í Arnafirði mætast, nánar tiltekið í Kvennaskarð. Þegar lagt var af stað gnæfði tindurinn hreinn og tignarlegur yfir en á leiðinni upp breyttist skyggni og því miður var útsýni heldur hvítt á toppnum. Allir skrifuðu þar í gestabók og voru hrikalega ánægðir með afraksturinn og héldu sælir og glaðir niður aftur. Gaman að segja frá því að við mættum fjögra manna fjölskyldu á leiðinni niður sem stefndu á toppinn þrátt fyrir þokuslæðuna og öðrum manni sem hafði gengið allan Kirkjubólsdalinn, hann skildi ekki ensku og sýndi okkur ekki mikinn áhuga. Topparnir eiga eflaust eftir að verða fleiri hjá þessu frábæru krökkum, litlir og stórir í framtíðinni. Fréttinni fylgja nokkrar myndir úr ferðinni:)
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 2. september 2014

Gleðilega gönguviku

Frá skrúðgöngu dýranna í vor
Frá skrúðgöngu dýranna í vor
Skólastarfið fer vel af stað og komið er að hinni árlegu gönguviku. Gengið er til skiptis á dali og fjöll. Hóparnir fóru á dali í fyrra og munu því ganga á fjöll þetta árið. Á morgun miðvikudaginn 3. sept. mun miðstig ganga á Mýrarfell. Fimmtudaginn 4. sept. mun yngstastig ganga upp Öxl frá Spennistöð. Sama dag mun elstastig ganga á Kaldbak hæsta fjall Vestfjarða. Umsjónarkennarar hafa sent upplýsingar um hverja ferð og fyrirkomulag með tölvupósti. Einhverjir foreldrar ætla að aðstoða okkur við akstur og ganga með okkur ef fleiri vilja bætast í hópinn eru þeir hjartanlega velkomnir. Við viljum minna á útivistartímann en reglurnar breytust núna 1. september http://barn.is/spurt-er-/utivistartimi. Félagsmiðstöðin hefur hafið vetrarstarf með sama fyrirkomulagi og undanfarna vetur. Umsjónarmaður félagsmiðstöðvar er Kristín Harpa. Heimasíðan er enn að uppfærast eftir sumarfrí en hér á að vera hægt að finna allar þær upplýsingar sem snúa að skólanum.
| þriðjudagurinn 5. ágúst 2014

Senn líður að skólasetningu

Nú er hafinn undirbúningur að skólaárin 2014 -2015 og hefja kennarar sinn undirbúning á því að fara á endurmenntunarnámskeið sem haldin verða dagana 12., 13., og 14.ágúst. Þar verður aðaláherslan á spjaldtölvur í skólastarfi. Næst á dagskrá hjá okkur er svo að setja skólann þann 20.ágúst kl 10:00. Daginn eftir verða svo foreldraviðtölin þar sem við ætlum að setja okkur markmið fyrir veturinn. Tímasetingar á viðtölum verða afhend á skólasetningunni. Í famhaldi af þessum dögum hefjum við kennslu samkvæmt stundaskrá nemenda og kennara.

 

Í haust verður sú nýbreytni að við í skólanum sjáum að mestu um innkaup nemenda á þeim áhöldum og bókum sem nemendur hafa séð um að skaffa á hverju ári. Nemendur þurfa því ekki að fara í stór innkaup og minnum við á það að mikilvægt er að nýta þau áhöld og bækur sem til eru frá fyrri skólaárum. Nánari lista um innkaup má sjá hér vinstri ásamt skóladagatali fyrir skólaárið 2014-15. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 29. maí 2014

Skólaslit vor 2014

Nemendur á unglingastigi á prófloka
Nemendur á unglingastigi á prófloka"djammi"

Föstudaginn 30.maí kl.15:00 verður Grunnskólanum á Þingeyri slitið í Þingeyrarkirkju þar sem nemendur taka við einkunnamöppum sínum úr hendi umsjónarkennara. Sýning verður á munum og vinnu nemenda í skólanum eftir skólaslit. Allir velkomnir! Skólaslitakaffi verður í Félagsheimilinu eftir skólaslit að hætti kvenfélagsins Von.

Skólastjóri og starfsfólk skólans þakka kærlega fyrir veturinn.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 23. maí 2014

Síðustu dagar skólaársins 2013-14

Grænidagurinn 2013
Grænidagurinn 2013

Senn líður að lokum hjá okkur skólaárið 2013-2014. Næsta vika einkennist af samvinnu og gleði okkar allra í skólanum.

Leikjadagurinn: Mánudaginn 26. maí fáum við heimsókn frá Grunnskólanum í Bolungarvík ásamt vorskólanemendum. Ætlum við að eiga með þeim gleðistund með leik og skemmtun frá kl 09:00 - 12:00. Við mætum engu að síður í skólann á okkar venjulega tíma kl 08:10 og eigum stund saman áður en við löbbum niður á íþróttasvæði. Nemendur þurfa að hafa með sér nesti og drykk til þess að njóta í kaffitímanum. Klukkan 12:00 grillum við saman með foreldrafélaginu hamborgara. Áætluð lok á skóladeginum er í kringum 12:45. Skólabílinn fer heim kl 13:00.

Grænidagurinn: Þriðjudaginn 27. maí ætlum við að vinna saman af því að gera umhverfið okkar fallegra með því að týna rusl, sópa og hreinsa hér í kringum skólann okkar. Við hefjum skólann kl 08:10 og endum daginn kl 12:30. Skólabílinn fer heim kl 12:30. Á þessum degi þarf einnig nesti og drykk en við grillum hér saman í hádeginu. 

Starfsdagur og Uppstigningadagur: Frí hjá nemendum 28. og 29. maí. 

Skólaslit og skólasýning, ásamt kaffi er svo á föstudaginn 30. maí. Hefjast skólaslit kl. 15:00 í kirkunni. Skólasýning verður í skólanum og kaffið í Félagsheimilinu okkar að hætti Kvenfélagsins Von. 

Að lokum viljum við endilega að foreldar gefi sér tíma og taki þátt í þessum dögum með okkur eftir bestu getu. Minnum á að nemendur þurfa að vera klæddir eftir veðri þar sem við erum að mestu úti þessa daga.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 16. maí 2014

Skólahreysti-Úrslit

Áfram G.Þ.
Áfram G.Þ.

Í kvöld 16. maí kl.19:40 hefjast úrslit í Skólahreysti 2014 í Laugardalshöllinni. Grunnskólinn á Þingeyri eru sigurvegarar úr 7. riðli keppninnar og er því einn af tólf skólum í úrslitum. Anton Líni keppir í upphífingum og dýfum, Natalía B. keppir í armbeygjum og hreystigreip, Dýrleif Arna og Sindri Þór keppa í hraðabrautinni. Vilhelm Stanley og Caroline Rós eru varamenn. Við óskum þeim góðsgengis og hvetjum þau áfram fyrir framan sjónvarpið þar sem við gátum því miður ekki farið aftur af stað með stuðningslið en RÚV sýnir beint frá viðureigninni. Málið er að gera sitt besta og hafa gaman að.

Baráttu kveðjur til ykkar og góða skemmtunSmile 

Nánari upplýsingar um keppnina má finna á www.skolahreysti.is  

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 14. maí 2014

Verkfal 15.maí-engin kennsla

Nú liggur ljóst fyrir að ef fyrirhugað verkfall kennara verður fimmtudaginn 15.maí fellur allt skólahald niður vegna röskunar á skólastarfinu. Ef það næst að semja verður skólahald með eðlilegum hætti, þess vegna væri gott að fylgjast vel með fréttum á miðvikudagskvöld ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Einnig má finna upplýsingar um vinnustöðvun á vef Kennarasambandsins www.ki.is .Um er að ræða þennan eina dag í þessari viku. Skólastarf verður með hefðbundum hætti á föstudeginum.

Athugið að kennsla í tónlistarskólanum fellur ekki niður. Ef nemendur sjá sér ekki fært að mæta vinsamlegast látið tónlistarkennarann vita. 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón