Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 2. september 2014

Gleðilega gönguviku

Frá skrúðgöngu dýranna í vor
Frá skrúðgöngu dýranna í vor
Skólastarfið fer vel af stað og komið er að hinni árlegu gönguviku. Gengið er til skiptis á dali og fjöll. Hóparnir fóru á dali í fyrra og munu því ganga á fjöll þetta árið. Á morgun miðvikudaginn 3. sept. mun miðstig ganga á Mýrarfell. Fimmtudaginn 4. sept. mun yngstastig ganga upp Öxl frá Spennistöð. Sama dag mun elstastig ganga á Kaldbak hæsta fjall Vestfjarða. Umsjónarkennarar hafa sent upplýsingar um hverja ferð og fyrirkomulag með tölvupósti. Einhverjir foreldrar ætla að aðstoða okkur við akstur og ganga með okkur ef fleiri vilja bætast í hópinn eru þeir hjartanlega velkomnir. Við viljum minna á útivistartímann en reglurnar breytust núna 1. september http://barn.is/spurt-er-/utivistartimi. Félagsmiðstöðin hefur hafið vetrarstarf með sama fyrirkomulagi og undanfarna vetur. Umsjónarmaður félagsmiðstöðvar er Kristín Harpa. Heimasíðan er enn að uppfærast eftir sumarfrí en hér á að vera hægt að finna allar þær upplýsingar sem snúa að skólanum.
« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón