Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 4. september 2014

Gönguferð á hæsta fjall Vestfjarða

"Horft yfir Meðaldal"
1 af 4
Nemendur á elsta stigi skólans fóru í fjallgöngu upp á Kaldbak í dag ásamt einum umsjónarkennara sínum og 4 "sjerpum". Keyrt var inn Kirkjubólsdal upp í skarðið þar sem Kirkjubólsdalur og Fossdalur í Arnafirði mætast, nánar tiltekið í Kvennaskarð. Þegar lagt var af stað gnæfði tindurinn hreinn og tignarlegur yfir en á leiðinni upp breyttist skyggni og því miður var útsýni heldur hvítt á toppnum. Allir skrifuðu þar í gestabók og voru hrikalega ánægðir með afraksturinn og héldu sælir og glaðir niður aftur. Gaman að segja frá því að við mættum fjögra manna fjölskyldu á leiðinni niður sem stefndu á toppinn þrátt fyrir þokuslæðuna og öðrum manni sem hafði gengið allan Kirkjubólsdalinn, hann skildi ekki ensku og sýndi okkur ekki mikinn áhuga. Topparnir eiga eflaust eftir að verða fleiri hjá þessu frábæru krökkum, litlir og stórir í framtíðinni. Fréttinni fylgja nokkrar myndir úr ferðinni:)
« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón