Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 13. apríl 2018

Skemmtileg tækni

Nemandi í áhugasviði teiknar upp og þjálfar m.a. skilningarvit og hreyfifærni í
Nemandi í áhugasviði teiknar upp og þjálfar m.a. skilningarvit og hreyfifærni í
1 af 2

Fyrir páska eignaðist skólinn skemmtilegt tæki sem heitir Osmo. Osmo er skemmtilegt og margverðlaunað leikja- og námstæki fyrir iPad. Verkefnin í Osmo örva m.a. skilningarvitin, hreyfifærni, rökhugsun og sköpun á fjölbreyttan hátt. Hægt er að sníða verkefnin að nemendum á öllum aldri en flest forritin henta vel nemendum í leikskóla og á yngra og miðstigi.

 

Nemendur á yngsta stigi hafa verið að nota tækin en skólinn á 2 sem nemendur skiptast á að nota. Það er svo aldrei að vita nema að vinna með Osmo þróist svo í fleiri námsgreinar en forritin sem fylgja tækinu bjóða upp á mjög fjölbreytta möguleika í námi og kennslu.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 23. mars 2018

Gleðilega páska

Páskaungar eftir nemendur í 3. bekk
Páskaungar eftir nemendur í 3. bekk
1 af 2

Í dag 23. mars var síðasti dagur fyrir páskaleyfi. Að því tilefni fórum við í páskabingó "á sal" sem nemendaráð sá um.  Nemendur voru sjálfum sér til sóma og náðu allir að samgleðjast með þeim sem voru svo heppnir að vinna smá bingóglaðining í anda páskanna. Það ríkti gleði og samvinna yfir salnum á meðan leikurinn stóð yfir. 

 

Gleðilega páska allir nemendur, starfsfólk og foreldrar. Skóli hefst aftur eftir páskaleyfi 4. apríl samkvæmt stundatöflu.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 19. mars 2018

Fögnum fjölbreytileikanum

Við í G.Þ. ætlum að taka þátt og mæta í mismunandi sokkum til að sýna stuðning og hafa gaman
Við í G.Þ. ætlum að taka þátt og mæta í mismunandi sokkum til að sýna stuðning og hafa gaman

Miðvikudaginn 21. mars fögnum við Alþjóðlega Downs-deginum með því að koma í ósamstæðum sokkum í skólann.

 

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leiti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 - 21.03.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 27. febrúar 2018

Árshátíð G.Þ. fimmtudaginn 1. mars

Myndir eftir nemendur á yngsta stigi
Myndir eftir nemendur á yngsta stigi

Árshátíðarsýningar nemenda verða í Félagsheimilinu á Þingeyri

fimmtudaginn 1. mars

Fyrri sýning kl. 10

Þá munu börn í leikskólanum Laufás koma fram.

Seinni sýning kl. 20

Allir eru velkomnir að gleðjast með okkur.

Aðgangseyri er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri. (Dagskráin tekur rúma 1 og hálfa klst.)

 

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 22. febrúar 2018

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Bjarni, Jovina og Davíð eftir að keppni var lokið og beðið eftir úrslitunum.
Bjarni, Jovina og Davíð eftir að keppni var lokið og beðið eftir úrslitunum.
1 af 2

Í dag, fimmtudaginn 22. febrúar var haldin undankeppni í "litlu skólunum" fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin í Hömrum 13. mars n.k. Það fyrirkomulag hefur verið undanfarin ár, að haldin er sameiginleg undankeppni grunnskólanna á Þingeyri, Suðureyri og Flateyri. 2 - 3 keppendur eru valdir úr hópi lesara úr þeim skólum til þess að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Ísfirðinum, Súðvíkingum og Bolvíkingum.
     Að þessu sinni var keppnin haldin á Suðureyri. Lesarar voru alls 11 úr þessum þremur skólum. Við hér í G.Þ. áttum 3 lesara, þau Bjarna Viktor, Davíð Navi og Jovinu Maríönnu, sem stóðu sig með stakri prýði - eins og allir lesarar gerðu reyndar. Þriggja manna dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að lesararnir 3 sem færu fyrir hönd þessara skóla væru Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir og Stefán Chiaophuang bæði frá Grunnskólanum á Suðureyri og Sylvía Jónsdóttir frá Grunnskóla Önundarfjarðar.
     Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju og þökkum fyrir góða og skemmtilega keppni.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 14. febrúar 2018

Öskudagsgleði

Hér á Þingeyri er ekki hefð fyrir því að maska á öskudaginn en í tilefni dagsins mættu nemendur í náttfötum eða kósýgalla til að gera sér dagamun. Nemendaráð sá um að græja leikinn "að slá köttinn úr tunninni" við mikinn fögnuð nemenda í 3.-10. bekk. 1.-2. bekkur skellti sér í öskudagspartý á leikskólanum þar sem "kötturinn" var sleginn úr tunnunni og fleira skemmtilegt var á dagskrá. Sú heimsókn er liður í samvinnu skólastiganna og tengist Brúum bilið.

Gamlar sagnir segja að öskudagurinn eigi sér 18 bræður og að á föstunni sem hefst í dag verði veðrið eins og á öskudag í 18 daga á tímabilinu (við vonum að það rætist nú ekki). Gleðilegan öskudag.

 

Gamalt kvæði um öskudaginn:

 

Öskudagsins bjarta brá

bætti úr vonargögnum,

þar hann bræður átján á,

eptir gömlum sögnum.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 9. febrúar 2018

Sinfóníutónleikar á streymi

Sinfóníuhljómsveit Íslands tók á móti um 4.500 nemendum á fimm skólatónleikum í Eldborg í vikunni. Ævar Þór vísindamaður valdi ævintýralega tónlist sem hann kynntí fyrir nemendum úr 4. - 7. bekk grunnskólanna. Á tónleikunum hljómaði meðal annars tónlist úr kvikmyndunum Harry Potter, Hringadróttinssögu og Draugabönum, ásamt glænýju tónverki sem unnið var upp úr verðlaunabókinni Þín eigin Þjóðsaga. Hljómsveitarstjóri var Bernharður Wilkinsson. 

Tónleikunum var einnig streymt beint til grunnskóla um land allt. Við í Grunnskólanum á Þingeyri leyfðum öllum sem höfðu áhuga á að njóta tónleikanna, ekki bara mið stigi heldur 1-10. bekk og 5 ára börnum sem voru í skólaheimsókn Tónleikarnir vöru mjög skemmtilegir og vöktu athygli flestra. Ævar minnti í leiðinni á mikilvægi lesturs á skemmtilegan hátt.

 

Takk fyrir okkur Ævar og Sinfóníuhljómsveit😀

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 2. febrúar 2018

Jóga í tómstund

Mið,- og elsta stig í jóga
Mið,- og elsta stig í jóga "á sal" á fimmtudaginn

Þessa vikuna höfum við verið með gestakennara í tómstund. Það er hún Arnhildur Lilý í blá bankanum en hún er einnig jógakennari. Yngsta stig verður í jóga á þriðjudögum í febrúar og mið,- og elsta stig á fimmtudögum.

Nemendur læra ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, einbeingu og samhæfingu. Einnig er miklvægt að nemendur nái að slaka á sem er nauðsynlegt bæði til að gera æfingarnar og til að ná jafnvægi. Markmiðið er að nemendur finni leið til að slaka á í hugleiðslu og sem getur hjálpað til í lífi og leik. Áhersla er lögð á leik og gleði ásamt því að eiga rólega stund.

 

Takk Arnhildur Lilý fyrir að koma og kenna okkurWink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 24. janúar 2018

Þorrablót Grunnskólans á Þingeyri

Verður haldið í sal skólans föstudaginn

 26. janúar,  kl 18:00 til 20:30,  fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans. Verð er 250 kr á mann.

 Allir koma með sinn mat í skólann a.m.k. 2 tegundir af þorramat (og annað sem manni þykir gott) og drykk (má koma með gos). Valin verða Halur og Snót kvöldsins.  Titilinn hljóta drengur og stúlka sem hafa mesta úrvalið af þorramat og borða hann.

 

Nemendaráð sér um spennandi dagskrá á borðhaldinu.

Að borðhaldi loknu hefst diskótek í umsjón

dJ. Áskels fyrir alla gesti kvöldsins og stendur til kl.20:30.

-   Komum saman, skemmtum okkur og verum glöð.

 

Kv. Nemendaráðið

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 17. janúar 2018

Grunnskólinn á Þingeyri 120 ára í desember 2017

Tónlistarskólinn flutti nokkur tónlistaratriði, Auður og Jóngunnar
Tónlistarskólinn flutti nokkur tónlistaratriði, Auður og Jóngunnar
1 af 6

Föstudaginn 15. desember sl. var rauði dagurinn haldinn hátíðlegri heldur en undanfarin ár. Tilefnið var 120 ára afmæli skólans. Nemendur og starfsfólk mætti í einhverju rauðu, það var áhugasviðssýning á munum og verkefnum sem nemendur höfðu unnið í svokölluðum áhugasviðstímum sem eru alltaf á föstudögum. Nemendur tónlistaskólans komu fram undir stjórn Jóns Gunnars og kann skólinn þeim miklar þakkir fyrir fallegan söng og hljóðfæraleik. Gísli Halldór bæjarstjóri heiðraði okkur með nærveru sinni og þakkaði starfsfólki skólans fyrir vel unnin störf og lagði áherslu á að í hverju samfélagi væri skólinn hjartað og að honum þyrfti að hlúa. Kvenfélagið Von gaf skólanum veglega gjöf, 1000 kr. fyrir hvert ár. Gjöfin verður nýtt til að kaupa Appel Tv, Breakout for Education kassa og nýjar barnabækur til lesturs. Við þökkum þeim kærlega fyrir gjöfina og allt þeirra góða starf í þágu samfélagsins.

Það var mjög ánægjulegt hvað margir komu í skólann til að fagna þessum merkilegu tímamótum. Nemendur á elsta stigi voru mjög dugleg að baka og aðstoða við framreiðslu veitinga. Einnig sáu yngri nemendur um að baka smá kökur sem tilheyra þessum degi.

Í tilefni afmælisins fengu nemendur bláa taupoka merkta skólanum en skólinn er sífellt að reyna finna leiðir til þess að minnka plast og hvetja aðra til að minnka það líka. Hægt er að kaupa pokana á 500 kr. í skólanum.

Í skólanum eru 27 nemendur í 1. – 10. bekk.  Árið 1899-1900 voru einnig 27 nemendur í skólanum. Flestir hafa nemendur verið 101, árið 1994. Það voru foreldrar á Þingeyri sem stofnuðu til skólahalds fyrir börn sín. Skólinn var í Wendels húsi fyrstu árin en til gamans þá má segja frá því að húsið var eitt af þeim fyrstu á Þingeyri sem hafði sjálfrennandi vatn. Núverandi húsnæði var byggt 1908, byggingin var byggð af mikilli framsýni og er enn í notkun og stendur fyllilega fyrir sínu. Viðbygging við húsið, svokallað Þinghús, var einnig byggð 1908 og var m.a. aðal samkomuhúsið og íþróttasalur til ársins 1939. Nýji hluti skólans byggðist frá árinu 1976 og var tekið í notkun um áramótin 1979-1980 (Heimildir: Barnaskóli á Þingeyri í Dýrafirði í 100 ár, afmælisrit,Hallgrímur Sveinsson tók saman).

Skólahaldið í dag miðar að því að horfa til framtíðar og efla nemendur til starfa í framtíðinni.  Áhersla er lögð á færni í upplýsingatækni í örri þróun með það að markmiði að ná stóru markmiðum aðalnámskrár, sem eru eftirfarandi:

  • Skapandi hugsun

  • Samvinna

  • Setja sig í spor annarra

     

     Erna Höskuldsdóttir

    Skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri

19. desember 2017

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón