Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 28. september 2020

Íþróttaskóli HSV

Stundaskrá H.S.V. Þjálfari: Sigþór Snorrason
Stundaskrá H.S.V. Þjálfari: Sigþór Snorrason

Íþróttaskóli HSV hefst mánudaginn 05. október á Þingeyri og stendur yfir fram að jólafríi.  Æfingar fara fram í íþróttahúsinu á Þingeyri.  Æfingarnar eru fyrir 1.-7. bekk grunnskólabarna og er þjálfari Sigþór Snorrason.
Skráning er hafin og fer fram hér https://hsv.felog.is/
Æfingarnar verða grunnþjálfun barna og unglinga ásamt boltaskóla hvar farið verður í til skiptist blak, fótbolta, handbolta og körfubolta ásamt öðrum boltaleikjum og æfingum.
Verð er kr. 2.900,-
Markmið íþróttaskóla HSV:
.    Fá sem allra flest börn til að iðka íþróttir
.    Að fyrstu kynni barna af íþróttaiðkun sé jákvæð
.    Að börn fái að kynnast sem flestum íþróttagreinum
.    Að auka gæði þjálfunar
.    Lækka kostnað heimila við íþróttaiðkun barna
.    Auka grunnþjálfunarhluta æfinga, almenna hreyfingu, hreyfiþroska og hreyfigetu


Ef það vakna einhverjar spurningar vinsamlegast hafið samband við Heiðar Birnir Torleifsson, yfirþjálfara íþróttaskóla HSV á póstfanginu [email protected]

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 21. september 2020

Göngum í skólan- Hvatting

#beactive - Finnum okkur hreyfingu við hæfi
#beactive - Finnum okkur hreyfingu við hæfi

Þann 23. – 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu (#BeActive) víðsvegar um Evrópu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur fengið styrk frá Erasmus+ styrktarkerfinu til þess að standa fyrir verkefninu hér á landi. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að hvetja Evrópubúa til að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi og eru allir hvattir til þess að finna sér hreyfingu við hæfi.

 

Í ár var áætlað að halda ýmsa viðburði sem ljóst er að ekki verður. Það er þó margt hægt að gera og eitt af því sem við munum standa fyrir er Instagram leikur þar sem allir eru hvattir til þess að hreyfa sig, taka mynd og merkja myndna með #beactiveiceland. Þeir sem það gera eiga möguleika á að vinna glæsilega heilsutengda vinninga frá Brooks Iceland, World Class, Sportvörum, Hreysti, Skautahöllinni eða Minigarðinum.

 

Þeir sem hafa áhuga á BeActive geta fylgst með á eftirfarandi miðlum

Instagram Beactive á Íslandi
Facebooksíða Beactive á Íslandi

www.beactive.is

 

Ljóst er að það er mikið og óvenjulegt álag á einstaklingum og samfélaginu öllu vegna Covid-19 en einmitt þessvegna er mikilvægt að rækta heilsuna og gefa sér tíma til þess að hreyfa sig reglulega. Ein leið til þess að auka hreyfingu í daglegu lífi er að nota virkan ferðamáta sem við hvetjum ykkur til þess að gera.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 10. september 2020

Lesfimi

Góð ráð til að efla lesfimi
Góð ráð til að efla lesfimi

Á degi læsis sem var á síðasta miðvikudag tóku nemendur á mið stigi fyrstu lesfimi prófin á þessu skólaári. Á næstu vikum verða prófin lögð fyrir aðra nemendur (fyrir lok septembermánaðar). 
Lesfimi er staðlað próf fyrir nemendur í 1.-10. bekk grunnskóla. Prófin eru þrjú fyrir hvern árgang í tveimur útgáfum, alls 20 próf. Prófinu er ætlað að meta stöðu nemenda í nákvæmum raddlestri og framfarir innan árs og milli ára. Nánari upplýsingar um lesfimi má finna hér. Minnum á að hægt er að sjá niðurstöður á mentor. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 8. september 2020

Göngum í skólann

Veljum virkan ferðamáta fyrir heilsuna og umhverfið
Veljum virkan ferðamáta fyrir heilsuna og umhverfið

Göngum í skólann verkefnið hófst formlega þann 2. september síðast liðinn. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Hver námshópur merkir við á dagatöl ferðamáta hvers nemanda þar sem keppni hófst 2. sept. á milli hópa um að vinna GULLSKÓINN 2020. 
Lögð er m.a. áhersla á heilsueflingu, umferðarfræðslu og minnt er á útivistarreglur í tengslum við átakið.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 2. september 2020

Gönguvika G.Þ. 2020

4.-5. bekkur við álfastein í Hjarðardal
4.-5. bekkur við álfastein í Hjarðardal
1 af 4

Göngum í skólann átakið byrjaði í dag og passar vel við gönguviku þema skólans. Þessi vika er tileinkuð hreyfingu, hreysti og hollustu. Hver námshópur er búin að fara í gönguferð. Þemað í ár var dalir þar sem gengið var á fjöll í fyrra. Yngsta stig gekk frá Skeiði yfir í Brekkudal með Kristínu Björk og Guðrúnu Snæbjörgu. "Yngra" mið stig gekk í Hjarðardal, með Sigþóri, Ninnu og Ernu. "Eldra" mið stig gekk upp Ausudal að Ausuvatni með Sonju og Gurðúnu. Elsta stig gekk af Sandsheiði niður Núpsdal að Skrúð. Þökkum við foreldrum og öðrum aðstandenum fyrir aðstoðina og samveruna í þessum ferðum.

Gönguvikan er mikilvægur þáttur í skólastarfinu, nemendur fræðist um nærumhverfi sitt og náttúruna, en einnig eru þær mikilvægar til að efla samstöðu og félagsþroska. Ekki má heldur gleyma mikilvægi heilsueflingar sem er stór þáttur í öllu skólastarfinu.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 19. ágúst 2020

Skólasetning verður á sal skólans mánudaginn 24. ágúst

Grunnskólinn á Þingeyri skólasetning 24. ágúst kl. 10 og 11
Grunnskólinn á Þingeyri skólasetning 24. ágúst kl. 10 og 11

Skólasetning verður með aðeins óhefðbundnu sniði. Til að ná að halda 2m reglu milli fullorðinna í ekki sömu fjölskyldu verður skólasetningu skipt eftir aldri í tvo hópa. Foreldrar nemenda eru hvattir til að mæta með börnum sínum í upphafi fyrsta skóladags.

  • 1.-5. bekkur kl. 10:00
  • 6.-10. bekkur kl. 11:00

Foreldrar eru beðnir um að panta samtalstíma/foreldraviðtal í gegnum Mentor sama dag.

Nemendur í 1. bekk eru með tölvupósti boðaðir til viðtals hjá umsjónarkennara mánudaginn 25. ágúst.

Hlökkum til að hitta ykkur

Bestu kveðjur Starfsfólk G.Þ.

| miðvikudagurinn 1. júlí 2020

Skólapeysur o.fl.

Núna eru skólapeysurnar komnar í hús, nema í st M, sem misfórst eitthvað. En það er verið að gera þær fyrir okkur og mun ég setja það inn á fb síðu skólans ef þær verða komnar áður en ég fer. Ég verð hér í húsi til 15:00 í dag, miðvikudag, ef þið viljið nálgast ykkar peysu, þær kosta 1500.- og þarf að borga við viðtöku. Ef þið sækið ekki í dag bíða þær ykkar í haust :-) 

 

Skólastarf hefst að nýju, mánudaginn 24. ágúst. Ég vona að þið eigið ánægjulega daga framundan og njótið þess að vera í fríi. 

 

 

Ég fer héðan á föstudaginn og vil ég þakka kærlega fyrir hversu vel þið tókuð á móti mér, samstarfið og vináttuna. 

 

 

Með góðri kveðju, Sonja Dröfn

| miðvikudagurinn 3. júní 2020

Skólaslit

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri eru fimmtudaginn 4. júní, kl 17:00. Samkvæmt venju verður skólanum slitið í kirkjunni. Vegna aðstæðna er óskað eftir því að aðeins aðstandendur séu viðstaddir, ekki verður boðið upp á kaffihlaðborð í félagsheimilinu né sýningu í skólanum. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| sunnudagurinn 24. maí 2020

Skólaferðalag o.fl.

Miðstigið í hjólaferð
Miðstigið í hjólaferð
1 af 2

Nú hefur skólahald verið með venjubundnum hætti frá 11. maí. Eða eins venjubundið og hægt er, svona á síðasta sprettinum. Mið- og yngsta stig hafa farið í hjólaferðir, miðstigið fór niður á bryggu að veiða, unglingarnir verið töluvert útivið. 10. bekkur skoðað MÍ og farið í heimsóknir á vinnustaði. Tilvonandi 1. bekkingar komið í heimsókn og fleira. 

 

Á þriðjudaginn mun 10. bekkur fara í langþráð skólaferðalag. Ekki verður þó farið til Danmerkur að þessu sinni, heldur haldið til Hvolsvallar, þar sem farið verður í flóðasiglingu í Hvítá, kayak á Stokkseyri, "Zipline", farið í íshelli og margt fleira spennandi. Það verður þéttskipuð dagskrá og vonandi eiga allir eftir að njóta vel. Í það minnsta eru þeir aðstandendur/kennarar sem fara með, mjög spenntir :-) 

 

Á föstudaginn er grænn dagur hjá okkur, þá mæta nemendur á hefðbundnum tíma, kl 8:10 en skóla lýkur hjá öllum kl 12:10.

 

Þriðjudaginn, 2. júní, er vordagur, en þá munum við fara til Súðavíkur í Raggagarð, skoða Melrakkasetrið og fleira. Áætlað er að nemendur séu komnir heim um 12:10, lagt verður af stað kl 8:15.

 

Á miðvikudeginum, 3. júní, er starfsdagur og fimmtudeginum, 4. júní, eru skólaslit. Skólaslitin verða væntanlega fremur óhefðbundin, vegna aðstæðna, en þið munum fá nánari upplýsingar þegar allt liggur fyrir. 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| föstudagurinn 8. maí 2020

Skólahald frá 11.maí

Skólahald verður með eðlilegum hætt frá og með mánudeginum 11. maí næstkomandi. Þá mæta nemendur í skólann samkvæmt stundaskrá vetrarins. Mötuneyti verður starfrækt með eðlilegum hætti. 

 

Eins og alltaf í maí eru útiíþróttir en nemendum geta nýtt sér sturtuaðstöðuna í íþróttahúsinu að íþróttatíma loknum. Sundlaugin verður hins vegar lokuð aðeins lengur, vonandi verður hægt að opna hana fyrir skólasund 19.maí. Nemendur verða í útiíþróttum í stað sundtíma. 

 

Það eru þrjár vikur eftir af skólaárinu, við ætlum að nýta þann tíma vel, bæði við hefðbundið nám og einnig ýmis konar verkefni tengd vorinu. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón