| föstudagurinn 8. maí 2020

Skólahald frá 11.maí

Skólahald verður með eðlilegum hætt frá og með mánudeginum 11. maí næstkomandi. Þá mæta nemendur í skólann samkvæmt stundaskrá vetrarins. Mötuneyti verður starfrækt með eðlilegum hætti. 

 

Eins og alltaf í maí eru útiíþróttir en nemendum geta nýtt sér sturtuaðstöðuna í íþróttahúsinu að íþróttatíma loknum. Sundlaugin verður hins vegar lokuð aðeins lengur, vonandi verður hægt að opna hana fyrir skólasund 19.maí. Nemendur verða í útiíþróttum í stað sundtíma. 

 

Það eru þrjár vikur eftir af skólaárinu, við ætlum að nýta þann tíma vel, bæði við hefðbundið nám og einnig ýmis konar verkefni tengd vorinu. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón