Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 22. október 2014

Vika 43, forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir, hófst mánudaginn 20. október.

Fyrir okkur öll
Fyrir okkur öll
1 af 10

Í vikunni er kastljósi beint að ýmsu er varðar félagsstarf meðal barna og ungmenna, lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því góða starfi með ungu fólki sem lítur að forvörnum í nærsamfélaginu (heimabyggð).
Alla daga vikunnar verður vakin athygli á virkri þátttöku barna og ungmenna í hvers kyns íþrótta-, félags- og tómstundastarfi.

Á umliðnum árum hefur þátttaka í skipulögðu félagsstarfi stóraukist með öflugum félagasamtökum og bættri aðstöðu, er það ótvírætt grunnurinn í þeim góða árangri sem náðst hefur í forvörnum.   Með eflingu félagasamtaka og félagsstarfs sem stendur börnum og foreldrum þeirra til boða hefur það einnig gerst að úrræðin hafa færst nær þátttakendum og heimilum þeirra og þannig fært fólkinu í heimabyggð meiri ábyrgð og hlutdeild í forvarnastarfi.  Árangurinn er eftir því svo góður að eftir er tekið innanlands og utan.

heimasíðu Viku 43 www.vika43.is auk þess sem yfirlýsing Viku 43 - 2014 verður send fjölmiðlum og þátttakendum í verkefninu síðar í vikunni.
Áminningaborðar um Viku 43 eru sýnilegar á fréttaveitum og samfélagsmiðlum á netinu og þannig stuðlað að því að vekja einstaklinga til umhugsunar um mikilvægi samtakamáttar í forvörnum.

Kynningarefni Viku 43 er unnið í samstarfi við Jafningjafræðsluna sem lánaði „fyrirsætur" til verkefnisins. Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og unglinga auk fjölmargra annarra frjálsra félagasamtaka foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna.

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón