Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 15. september 2017

Útivistartími

Útivistartími breyttist 1. september sl.
Útivistartími breyttist 1. september sl.

SAMAN hópurinn vill vekja athygli foreldra á að útivistartími barna og unglinga breyttist 1. september s.l.


"Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir." 

 

Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Sömu opinberu reglur gilda því um öll börn í sama árgangi.  Ýmsar ástæður eru fyrir því að takmarka útivist barna og unglinga á kvöldin.  Helstar eru:

  • Nægur svefn er mikilvæg forsenda góðrar heilsu, vellíðunar og árangurs í skólanum.  Það að vera komin heim á skikkanlegum tíma og eiga smástund heima fyrir háttinn hjálpar vaxandi fólki að fara fyrr að sofa.
  • Þreytt og illa sofið fólk er líklegra til að lenda í slysum og óhöppum, sérstaklega þegar skyggja tekur.
  • Börn og unglingar sem eru úti langt fram á kvöldin eru líklegri til að fara fyrr að fikta við tóbak, áfengi og fíkniefni.
  • Alvarlegar líkamsárásir og óæskileg kynlífsreynsla eiga sér oft stað seint á kvöldin. (sótt á vef umboðsmanns barna https://www.barn.is/spurt-er/utivistartimi/ )
« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón