Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 23. janúar 2013

Þorrablót

Hið margrómaða þorrablót nemenda og kennara verður haldið föstudaginn 25. janúar í sal skólans. Húsið opnar 18:15 og borðhald hefst kl. 18:30 verð kr. 200 á mann. Það koma allir með sinn mat, a.m.k. 2 tegundir af þorramat og drykk (má koma með gos).

 

Valin verða Halur og Snót kvöldsins, titilinn hljóta drengur og stúlka sem hafa mesta úrvalið af þorramat og BORÐA HANN.

Nemendaráð sér um dagskrá á meðan borðhaldi stendur og sér til þess að það verði stuð í húsinu. Að borðhaldi loknu verður haldið diskótek fyrir alla gesti kvöldsins. Sá sem skífunum þeytir þetta kvöld eru er Dj Villi snilli og honum til aðstoðar er Dj Dísa skvísa.

 

Áætluð lok 20:30 fyrir 1.-6. bekk. 7.-10. bekkur getur haldið áfram gleðinni á Félagsmiðstöð til kl. 10:30.

Mætum öll með bros á vör og skemmtum ogkkur saman á þorranumWink

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón