Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 1. desember 2014

Skreytingardagur-Þriðjudagurinn 2. desember

Í dag kveiktum við á Spádómskertinu á aðventukransinum og sungum saman
Í dag kveiktum við á Spádómskertinu á aðventukransinum og sungum saman
1 af 2

Á morgunn þriðjudag 2.desember er skreytingardagurinn í skólanum. Fyrir helgi óskuðum við eftir því að nemendur kæmu með einhvers konar krukkur að heiman eins og undan Fetaosti, einhvers konar sósum eða jafnvel barnamat. Við ætlum að nýta þær í skreytingar fyrir litlu jólin, þannig að gott væri að nemendur hefðu eina með sér í skólann á morgunn (þeir sem ekki komu með í morgunn). Eins geta nemendur haft með sér skraut liti og annað til þess að útbúa jólakort til hvers annars, gömul blöð til þess að klippa út ásamt skærum með mynstri ef til eru á heimilum. Einhverjir nemendur eiga samkvæmt stundaskrá á ljúka skóladegi eftir hádegi en við óskum eftir því að þeir dvelji lengur með okkur til þess að komast í allt það sem verður í boði á morgunn eða til rúmlega 14:00. Skólabílinn fer heim kl 14:05.
Einnig minnum við á fyrirhönd Foreldrafélags G.Þ. að nemendur skili inn miðum um fjölda laufabrauða sem hægt verður að skera út á nk. sunnudag. Mikilvægt er að þeir sem eiga eftir að skila komi þeim til skila á morgunn. 

 

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón