Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 8. apríl 2014

Samvinna og árshátíðarsýningin

Lilli og refurinn (mynd: Davíð Davíðsson)
Lilli og refurinn (mynd: Davíð Davíðsson)
1 af 4

Segja má að árshátíð Grunnskólans á Þingeyri hafi verið alveg keppnis. Nemendur úr öllum námshópum settu upp leiksýninguna Lífið í skóginum ásamt kennurum sínum. Mýs, birnir, íkornar, hundar, elgur og hérar sungu og trölluðu á sviðinu í æðislega félagsheimilinu okkar sem Bubbi Morteins mundi eftir og lofaði í Ísland got talent um daginn. Nemendur sýndu frækna framistöðu og komu sjálfum sér og gestum árshátíðarinnar á óvart. Undirbúningurinn var mikill en vel þess virði eins og sjá mátti á leikmyndinni og búningunum. Eitt af markmiðum skólans er meiri samvinna, ekki aðeins hjá nemendunum heldur líka hjá starfsfólkinu. Þessi vinna hefur sannarlega borgað sig þar sem afraksturinn var hreint frábær sýning sem var sýnd þrisvar. Ekki má heldur gleyma atriði barnanna á Leikskólanum Laufás sem þau sýndu á morgunsýningunni á föstudaginn. Þau smellpössuðu inn í leikmyndina með dýrasöng, gleði og flottum leik. Samvinnan er því einnig á milli skólanna tveggja sem er alveg hreint frábært.

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón