Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 23. ágúst 2013

Punktar úr ræðu skólastjóra

"Samhugur"
  • Við byrjum á því að minna á skólareglurnar sem við ætlum að vinna eftir í vetur. Þær voru unnar á síðasta árið með starfsfólki og nemendum skólans. Foreldrar fá frekari kynningu á þeim á foreldrafundi sem haldinn verður í september og verður auglýstur seinna.
  • Finni mun halda áfram að sinna skólaakstri og eru það 5 nemendur sem nýta sér þá þjónustu þennan veturinn. Mikilvægt er að foreldrar tilkynni skólabílnum ef upp koma veikindi eða annað og ef nemandi þarf ekki að nýta sér skólaaksturinn. Foreldra fá þessar upplýsingar með sér heim.
  • Íþróttir og sund er stór þáttur í skólastarfi okkar og við byrjum á úti íþróttum fram til 1.okt.  vil ég minna á viðeigandi klæðnað ásamt því að mæta með jákvæðu hugarfari því hreyfing er mikilvæg okkur öllum. Sundið hefst samkvæmt stundatöflu 2.sept. Það hafa orðið breytingar á hópaskiptingu og fá foreldrar frekari upplýsingar um það í foreldraviðtölum.
  • Í 1.-4.bekk verður það þannig að við óskum eftir því að börnin mæti í stömum sokkum eða tátiljum þegar við byrjum á inni leikfimi. Þetta er fyrirbyggjandi leið vegna sveppasýkingar.
  • Stundataflan er gefin út með fyrirvara um breytingar. Þegar skólastarfið hefst og við byrjum að vinna eftir töflunni er alltaf möguleiki á því að eitthvað þarf að breyta og bæta til þess að skóladagurinn nýtist okkur sem best í vinnu nemenda og kennara.
  • Áskriftir í mat, ávexti og mjólk verður hjá umsjónarkennurum. Sama fyrirkomulag verður með matinn og óskum við eftir því að foreldrar verið búnir að ská börnin sín og greiða fyrir 10.sept.

 

   

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón