Nemendur unglingastigs heima
Í ljósi aðstæðna þá hef ég ákveðið að draga enn frekar úr mögulegum samgangi nemenda. Frá og með deginum í dag og í það minnsta framyfir páska munu nemendur unglingastigs alfarið sinna námi heima. Þeir munu mæta einn dag, hver hópur, til að fá aðstoð frá kennara og námsgögn. Nánari útfærsla var send til forráðamanna í tölvupósti í morgun. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir hafið þá samband við kennara, eða mig, á [email protected].
Yngsta- og miðstig verður áfram í skólanum með óbreyttu sniði, í það minnsta í bili. En ég minni ykkur á að skoða þessa síðu, heimasíðu skólans sem og tölvupósta frá skólanum.
Sveitarfélögin eru að skoða útfærslu gjöldum fyrir hádegismat m.t.t. þess að einhverjir nemendur fá ekki fulla þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir. Ég mun láta ykkur vita þegar niðurstöður liggja fyrir varðandi það.
Með bestu kveðju,