Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 22. október 2020

Nemendur í G.Þ. fyrstir í gegnum göngin

Mynd frá skóflustungu 2. júní 2010
Mynd frá skóflustungu 2. júní 2010
1 af 4

Það var á góðviðris degi 2. júní 2010 sem nemendur Grunnskólans á Þingeyri héldu upp á vordaginn með skóflur í hönd og áttu frumkvæði af því að taka fystu skóflustunguna að Dýrafjarðargöngum. Eins og segir í bréfi frá samgönguráðherra Sigurði Inga var það framtak aðdáunarvert og til fyrirmyndar.

 

Nemendur hafa síðan fylgst með framkvæmdum og voru m.a. viðstödd hátíðarsprengingu í Arnarfriði fyrir tilstuðlan góðra manna í samfélaginu. Nemendur í 6.-7. bekk skrifuðu ráðherra bréf í janúar sl. og óskuðu eftir því að fá að keyra fyrst í gegnum göngin. Samgönguráðherra í samvinnu við Vegagerðina hafa boðið nemendum að upplifa að fara fyrst í gegnum göngin þegar þau verða opnuð á sunnudaginn 25. október kl. 14. Með í för verður Gunnar Gísli sem hefur séð um mokstur á Hrafnseyrarheiðinni síðan 1974.

 

Það verður rúta fyrir nemendur fyrir utan skólann kl. 13 á sunnudaginn. Við hvetjum nemendur til að mæta og þiggja boðið og skella sér með okkur í sunnudagsbíltúr.

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón