Lestrarnámskeið fyrir foreldra
Mánudaginn 9. október n.k. heldur Helga Kristjánsdóttir leik- og grunnskólakennari námskeið fyrir foreldra varðandi leiðir til að efla lestrarkunnáttu barna. Lestur er undirstaða alls náms og því mikilvæt að styrkja grunninn og auðvelda börnum lestrarnámið eins og kostur er. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja styðja vel við nám barna sinna og styrkja þekkingu þeirra á bókstöfum og hljóðum og efla þannig lestrarkunnáttu þeirra. Á námskeiðinu verða kynntar árangursríkar, fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa bókstafi, hljóð og hljóðtengingu sem allt er grunnur í lestrarnáminu.
Frítt er á námskeiðið, en skráning fer fram hjá skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar á netfangið [email protected] þar sem fram þarf að koma nafn og netfang eða símanúmer. Námskeiðið fer fram í Stjórnsýsluhúsinu, 4.hæð og stendur yfir frá kl. 19:30-21:30.
Við hvetjum foreldra barna á yngsta stigí sérstaklega til þátttöku