Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 15. desember 2020

Jólafréttir úr G.Þ.

6.-10. bekkur á Rauðum degi 2020
6.-10. bekkur á Rauðum degi 2020
1 af 2

Það er búið að vera mikið húll um hæ í skólanum frá því fyrir helgi. Tarzan tókst mjög vel sl. fimmtudag í tvískiptum hóp þar sem hugað var að sóttvörnum og mikil vinna lögð í þrif og sprittun. Á föstudaginn var rauðurdagur með óhefðbundnu sniði og endaði á heitusúkkulaði og piparkökum upp í skógi. Elvar Logi rann á hljóðið hjá eldri hóp og kom út og las fyrir okkur jólasögu. Jólakortagerð og jólaskreytingar hafa einnig átt sinn sess í skólastarfinu ásamt því að syngja inn jólin og kveikja á kertum á aðventukransinum.

 

Síðasta miðvikudag fyrir jólaleyfi er fatasund hjá 4.-10. bekk, allir þurfa að muna eftir hreinum fötum til að fara ofan í laugina. Á fimmtudaginn 17. desember verður jólamatur. Við minnum þá nemendur sem ekki eru í mat að hafa með sér 550 kr. til að greiða fyrir matinn. Föstudaginn 18. desember verða svo Litlu jólin í skólanum og hefjast þau kl. 10 og enda um kl. 12 og jólaleyfi hefst. Nemendur mæta spariklædd, með spari nesti, lítinn pakka í pakkaleik (kostnaður hóflegur) og það má hafa með sér kerti til að hafa kveikt á í stofunni.

 

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón