Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 5. desember 2013

Jólaföndur

"Grunnskólinn kominn í jólabúning"

Hið árlega jólaföndur verður haldið í Grunnskólanum á Þingeyri sunnudaginn 8. desember kl. 13-15.

Laufabrauðið verður á sínum stað.

Einnig verður hægt að skreyta piparkökufólk, mála á keramik, skreyta kerti og föndra flott föndur úr Ólátagarði (verð frá 90 kr. - 1500 kr.).

Minnum á að gott er að taka með sér hnífa, laufabrauðsjárn, pensla og pappírslím ef þið viljið nota ykkar eigið. Þessir hlutir verða einnig á staðnum.

10. bekkur verður með kaffihús.

Posi verður á staðnum.

Foreldrar, ömmur og afar, komið með börnunum og eigum notalegan stund saman.

Með jólakveðju Foreldrafélag G.Þ.

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón