Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 17. desember 2014

Jólabíó, jólamatur og Litlu jólin

Gleðileg jól
Gleðileg jól

Jólabíó verður fyrir nemendur á sal skólans kl. 10 fimmtudaginn 18. desember. Nemendaráð sér um viðburðinn og bíður upp á popp, saltstangir og drykk með myndinni. Nemendur á yngsta-, og miðstigi þurfa ekki að hafa með sér íþróttatöskur.

Jólamatur mötuneytisins verður í hádeginu fimmtudaginn 18. desember. 

Litlu jólin eru á föstudaginn 19. desember kl. 10

Það sem nemendur þurfa að hafa í huga er:

  • að mæta í jólaskapi og í betri fötum
  • að heimilt er að hafa meðferðis sparinesti í anda jólanna
  • að taka með sér pakka í pakkaskipti fyrir um 800 – 1000  kr. hvern pakka.
  • Enginn þarf að taka með sér kerti því fallegu krukkurnar sem voru gerðar á skreytingardaginn munu skreyta borðin.

 

Dagskrá litlu jólanna er á þessa leið:

Nemendur byrja daginn inn í sinni stofu með sínum umsjónarkennara þar sem farið er yfir jólakortin, pakkaskipti og eiga þar notalega stund. Allir nemendur koma svo saman á sal og dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. Ef söngurinn heyrist vel er aldrei að vita nema einhverjir gestir renni á hljóðið .........

 

Litlu jólunum lýkur um kl. 11:45 , þegar allir hafa gengið frá í sínum stofum og kvatt sína kennara.

 

 

 

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón