| föstudagurinn 20. mars 2020

Í vikulok

Þetta hefur verið undarlega vika, á þessum öðruvísi tímum. Við, eins og aðrir, reynum að gera okkar besta í þessum breyttu aðstæðum. Eftir tilmæli frá Almannavörnum var farið í að stokka upp stundaskrár nemenda, til að draga sem mest úr samneyti á milli hópa. Starfsfólk skólans hefur verið einstaklega jákvætt og tekið á sig ýmis konar verkefni, sem alla jafna eru ekki á þeirra herðum. Nemendur hafa sýnt stillingu og ró, tekist á við hvern dag eins og ekkert sé, líkt og það sé eðlilegt að staðan sé eins og hún er. Hins vegar finnum við vel að það örlar á titringi hjá sumum nemendum, en við leggjum okkur fram um að styðja þau, ræða við þau og leyfa þeim að tjá sig. 

 

Það er gleðilegt að segja frá því að nemendur yngsta stigs komu fram í sjónvarpsfréttum í tengslum við Fræ til framtíðar, sjá hér

 

Eins og staðan er í dag, þá verður næsta vika eins og þessi, þ.e. þessi breytta stundaskrá. En svo er vetrarfrí á föstudaginn, 27. mars, sem ég tel að sé kærkomið, mitt í þessu umróti. 

 

Við munum halda ykkur upplýstum, um leið og eitthvað breytist eða við fáum ný tilmæli frá Almannavörnum. Gott að fylgjast vel með þessari síðu, sem og fb-síðu skólans. 

 

 

Með bestu kveðju og góða helgi. 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón