Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 2. janúar 2017
Gleðilegt nýtt ár
Starfsfólk skólans óskar öllum nemendum, foreldrum sem og þorpsbúum öllum gleði og gæfu á komandi ári með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem var að líða.
Skóli hefst aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 3.janúar kl. 10.
Framundan í skólastarfinu eru námsmatsdagar í lok janúar ásamt þorrablóti G.Þ. Eftir það hefst undirbúningur fyrir árshátíð ásamt hefðbundnu skólastarfi ásamt lestrarátaki og stærðfræðisprett.
Hver er sinnar gæfu smiður 😊