| föstudagurinn 20. desember 2019

Gleðileg jól

Jólapokar nemenda
Jólapokar nemenda
1 af 35

Vikan sem nú er að líða var nokkuð hefðbundin, þ.e. hefðbundin sem síðasta vika fyrir jólafrí. Nemendur horfðu saman á jólamynd sem að þessu sinni var "Home alone 2", fengu jólamat og svo voru litlu jólin hjá okkur. Sjá má nokkrar myndir frá vikunni hér með fréttinni. Að endingu býður nemendafélagið upp á jólaball í dag, föstudag, kl 18:30-19:30, á sal skólans og kostar 250.- inn. 

 

Það eru líka nokkrar myndir frá síðasta tómstundartímanum fyrir jól, þar sem þær Harpa og Guðrún fóru út að skreyta snjóinn með nemendum í 1. -7.bekk. Skemmtilegt verkefni, eins og öll önnur sem þær stöllur eru að vinna að með nemendum. 

 

Starfsfólk grunnskólans óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og öllum velunnurum skólans gleðilegrar hátíðar og þakkar fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. 

 

Skólinn er lokaður frá 23. desember til mánudagsins 6. janúar en þá byrjar skólinn aftur eftir gott jólafrí. Nemendur mæta kl 10:00, samkvæmt stundaskrá. 

 

Með bestu kveðju og njótið hátíðanna, starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón