Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 25. september 2015

Gleði

Verkefni sem nemendur í 1.-2. bekk unnu í vikunni. Blöðrurnar tákna gleði :)
Verkefni sem nemendur í 1.-2. bekk unnu í vikunni. Blöðrurnar tákna gleði :)

Vikan einkenndist af gleði og léttum skólabrag og alveg víst að sú gula á himninum hefur kætt okkur öll og gefið okkur yl í hjartað. Nemendur í 10. bekk luku þátttöku í samræmdumprófum í íslensku, ensku og stærðfræði. Einnig sátu nemendur í 4. og 7. bekk samræmdpróf í íslensku og stærðfræði. Mikið hefur verið deilt um ágæti þessara prófa í samfélaginu en skólinn kemur til með að nýta þau sem tæki til að mæla námsárangur og m.a. er hægt að setja sér námsmarkmið út frá niðurstöðunum.

Við óskum öllum góðrar helgar hvort sem það er í notalegheitum eða upp á fjalli við smölun og minnum á starfsdaginn á mánudaginn 28. september þar sem nemendur þurfa ekki að mæta í skólann.

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón