Fræðsla um kvíða fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna
Ísafjarðarbær býður foreldrum leik- og grunnskólabarna á fræðslu um kvíða í Fræðslumiðstöð Vestfjarða miðvikudaginn 31. maí kl. 20.
Markmið fræðslunnar er að foreldrar þekki einkenni kvíða og tileinki sér hjálplegar leiðir til að auka sjálfstraust og takast á við kvíða. Kynntar verða aðferðir til að hafa jákvæð áhrif á hegðun og hugsunarhátt barna og hvernig megi aðlaga daglegt líf að þörfum barna með kvíðaeinkenni. Námskeiðið er ætlað foreldrum en starfsfólki leik- og grunnskóla er velkomið að taka þátt, fræðslan er foreldrum og starfsfólki skóla að kostnaðarlausu.
Leiðbeinandi er Sólveig og Norðfjörð sálfræðingur
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda póst á [email protected].