Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 15. október 2018

Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar

Fundur á morgun
Fundur á morgun "á sal" fyrir áhugasama á öllum aldri!

Íbúafundir vegna endurskoðunar íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar verða haldnir á þremur stöðum klukkan 17 á morgun, þriðjudaginn 16. október. Fundirnir verða í Grunnskólanum á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólanum á Þingeyri. Gera má ráð fyrir að fundirnir standi í um tvær klukkustundir og eru áhugasamir á öllum aldri boðnir hjartanlega velkomnir til skrafs og ráðagerða.
Sambærilegur fundur verður síðan haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði þriðjudaginn 30. október klukkan 17.

 

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón