Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 8. september 2016

Dagur læsis

1 af 4

Í dag 8. september er dagur læsis. Í morgun hittust allir nemendur í 1.-10. bekk "Á sal" ásamt starfsfólki þar sem lesið var til yndis. Þessi lestrarstund var hin notalegasta og greinilegt að nemendur njóti þess að lesa. Á hverjum degi byrja allir nemendur ásamt kennurum sínum á yndislestri fyrstu 15 mín. í fyrstu kennslustund hvers dags. Einnig erum við sammála því hér í skólanum að nemendur hafi meiri áhuga á lestri og séu að lesa sér meira til gagns og ánægju, bæði strákar og stelpur😀

 

Við minnum á starfsdag föstudaginn 9. september þá mæta nemendur ekki í skólann, kennarar nota daginn til undrbúnings og fara á kennaraþing á Patreksfirði. Góða helgi!

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón