Aðventusöngur
Það er hefð hér í Grunnskólanum á Þingeyri að syngja saman "á sal" á aðventunni og kveikja á aðventukransinum. Nonni stýrir söngnum og spilar á gítar sem gerir stundirnar notalegri og hvetur nemendur og starfsfólk til að syngja. Lagið Snjókorn falla er vinsælasta lagið.
Hringurinn táknar eilífðina eða endalaust þar sem hann endar ekki. Þriðja kertið á kransinum er Hirðakerti og hægt að velta því orði fyrir sér fram og til baka. Við spjölluðum um orðið hirðir og bættum við það. Hvað er t.d. féhirðir ? Sagan um drenginn sem átti að gæta hjarðarinnar og plataði alla íbúana að með því að kalla Úlfur, úlfur.......fóru af stað í framhaldi.
Stemmninguna er hægt að sjá á meðfylgjandi myndum.